fbpx
Stefán Darri FH vefur

Jafnt gegn ÍBV í Safamýrinni

ÞrosturStrákarnir okkar í mfl.ka. léku í kvöld síðasta leik sinn í 2 umferð Íslandsmótsins og voru mótherjar okkar eyjamenn.  Það voru ekki margir mættir í Safamýrina í kvöld en þeir sem mættu stóðu sig vel og létu vel í sér heyra í síðari hálfleik.
Leikurinn byrjaði ekki vel hjá okkar mönnum, lentum fljótlega undir og vorum að elta fyrstu 20 mín leiksins.  Við misstum eyjamenn aldrei mjög langt frá okkur en sóknarleikur okkar á þessum kafla var vægast sagt slakur. Við fundum engan veginn taktinn, vorum hrikalega hægir og fyrirsjánlegir í öllum okkar aðgerðum.  Við breyttum aðeins um uppstillingu eftir um 20 mín leik og það heppnaðist því við náðum saxa jafnt og þétt á forskot eyjamanna, þegar flautað var til hálfleiks vorum við yfir 11-10. Hreint út sagt ótrúlegt að við skildum vera yfir eftir 30 mín því við vorum ekki að leika nétt sérlega vel.
Síðari hálfleikur byrjaði þokkalega og við vorum með frumkvæðið lengst af í þeim hálfleik.  Vorum yfir en það munaði aldrei nema einu marki.  Í stöðunni 22-21 fengum við gott færi til að komast yfir 2 mörk en boltinn fór ekki inn og í staðinn náðu eyjamenn að komast yfir.  Það voru svo við sem náðum að jafna leikinn 24-24 sem urðu lokatölur í kvöld.  Ásættanleg úrslit en samt fúlt að klára ekki leikinn með sigri.  Við lékum mun betur en í síðasta leik en verðum samt að gera betur. Vörnin var ágæt á köflum, markvarslan í stíl við það en sóknaleikurinn var erfiður.  Baráttan í liðin var til fyrirmyndar og allir leikmenn að leggja sig fram.
Nú er mótinu raðað upp á nýtt og mér sýnist við lenda á móti HK á heimavelli á mánudag. Þar þurfum við FRAMarar að standa í fæturna, fjölmenna á leikinn og styðja strákana. Gríðarlega mikilvægur leikur. Sjáumst á mánudag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!