fbpx
Sigur gegn Stjörnunni vefur

Stelpurnar okkar í mfl. kvenna lagðar afstað til Serbíu

DeildarmeistararStelpurnar okkar í Mfl. kvenna í handbolta héldu í morgun áleiðis til Serbíu en þar leikur liðið tvo leiki við ZRK Naisa Nis í Áskorendakeppni Evrópu um helgina.  Tekin var sú ákvörðun að leika báða leikina ytra og því ljóst að það gæti verið erfitt fyrir stelpurnar að komast áfram í keppninni.  Fréttaritari FRAM veit lítið um liðið sem við leikum við en Stefán þjálfari er búinn að kynna sér málið enda reyndur í þessum efnum.  Leikið verður í borginni Nis  sem er þriðja stærsta borg Serbíu og fara leikirnir fram á laugardag og sunnudag kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Við munum reyna að setja inn  einhverjar upplýsingar um úrslit og ef til vill pistil um leikina eftir því sem við fáum upplýsingar frá Serbíu.  Gangi ykkur vel stelpur.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!