fbpx
FRAM - ÍR

Tap gegn KR á Reykjvíkurmótinu

IMG_0602Fótboltastelpurnar okkar í mfl. léku í kvöld síðasta leik sinn á Reykjavíkurmótinu í Egilshöll en leikið var gegn KR.  Við mættum í kvöld með aðeins breytt lið en það vantaði marga leikmenn í kvöld vegna ýmissa forfalla.  Þjálfari okkar kallaði því á stelpur úr yngri flokkum FRAM og var gaman að sjá þessar ungu stelpur mæta til leiks.  Alltaf jákvætt þegar við sjáum uppskeru úr okkar yngri flokka starfi.
Það var svo sem ljóst að við myndum eiga erfiðan leik fyrir höndum en stelpurnar voru ekkert á því að gefast upp og lögðu sig allar fram í þessum leik.  Við fengum á okkur mark á 11 mín og annað á 40 mín, staðan í hálfleik 2-0.
Í síðari hálfleik fengu svo allar okkar ungu stúlkur að taka þátt í leiknum og stóðu sig bara með príði. Við fengum á okkur mark á 60 mín og svo komu tvo á 72 og 73 mín.  Það var óþarfi að fá þau á sig. Lokatölur í kvöld 5-0. Í heildina var þetta fínn leikur og góð reynsla fyrir okkar uppöldu stelpur að fá aðeins nasaþefin af þvi að leika í meistaraflokki.  Framtíðin er því björt og verður gaman að sjá hvort þessar stelpur séu ekki bara tilbúnar að mæta í fleiri leiki á næstu misserum.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!