Miðjumaðurinn Brynjar Benediktsson skrifaði í dag undir 2. ára samning við Knattspyrnufélagið Fram. Brynjar sem er 25 ára er uppalinn í FH og lék hann 5 leiki með félaginu í úrvalsdeild. Brynjar var lánaður bæði í ÍR og Leikni meðan hann var ennþá á mála hjá FH. Síðustu 3 ár hefur hann leikið með Haukum og skoraði hann 17 mörk í 50 leikjum í 1. deild fyrir félagið. Hann á að baki 10 leiki með U17 ára liði Íslands. Brynjar er hraður og sókndjarfur miðjumaður og fagnar Fram því að hafa náð samningum við þennan öfluga leikmann.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email