Miðjumaðurinn Brynjar Benediktsson skrifaði í dag undir 2. ára samning við Knattspyrnufélagið Fram. Brynjar sem er 25 ára er uppalinn í FH og lék hann 5 leiki með félaginu í úrvalsdeild. Brynjar var lánaður bæði í ÍR og Leikni meðan hann var ennþá á mála hjá FH. Síðustu 3 ár hefur hann leikið með Haukum og skoraði hann 17 mörk í 50 leikjum í 1. deild fyrir félagið. Hann á að baki 10 leiki með U17 ára liði Íslands. Brynjar er hraður og sókndjarfur miðjumaður og fagnar Fram því að hafa náð samningum við þennan öfluga leikmann.