Stelpurnar okkar í mfl kvenna eru nú staddar í Nis í Serbíu þar sem þær leika tvo leiki við ZRK Nasia. Fyrri leikur liðanna var leikinn í dag og var það heimaleikur Nasia.
Þó ég hafi ekki miklar upplýsingar um gang mála þá léku okkar stelpur vel í dag staðan í hálfleik var 14-14. Þegar um 10 mín voru búnar af síðasti hálfleik höfðum við tekið forrustu 18-22. Þannig að útlitið var gott. En eins og svo oft þegar að leikið er á útivelli getur verið erfitt að halda forskoti en stelpurnar okkar stóðust prófið með prýði og unnu að lokum sætan og sanngjarnan sigur 28-32. Varnarleikur okkar var góður í leiknum, sóknarleikurinn alveg þokkalegur en mikill hraði í leiknum og við nýttum okkur það með því að gera mikið af mörkum úr hröðu upphlaupum.
Glæsilegur sigur og það verður spennandi að fylgjast með seinni leiknum á morgun sem verður okkar heimaleikur. Glæsilegt FRAM stelpur.
Mörk FRAM í dag. Marthe 8, Lísa 6, Ragnheiður 5, María, Elva, Ásta, Steinunn, Hulda allar með 2 og Guðrún Þóra og Hekla með 1 kvikindi.
ÁFRAM FRAM