fbpx
Lísa Fylkir vefur

Glæsilegur FRAM sigur í Serbíu í dag

martaStelpurnar okkar í mfl kvenna eru nú staddar í Nis í Serbíu þar sem þær leika tvo leiki við ZRK Nasia. Fyrri leikur liðanna var leikinn í dag og var það heimaleikur Nasia.
Þó ég hafi ekki miklar upplýsingar um gang mála þá léku okkar stelpur vel í dag staðan í hálfleik var 14-14. Þegar um 10 mín voru búnar af síðasti hálfleik höfðum við tekið forrustu 18-22.   Þannig að útlitið var gott.  En eins og svo oft þegar að leikið er á útivelli getur verið erfitt að halda forskoti en stelpurnar okkar stóðust prófið  með prýði og unnu að lokum sætan og sanngjarnan sigur 28-32.  Varnarleikur okkar var góður í leiknum, sóknarleikurinn alveg þokkalegur en mikill hraði í leiknum og við nýttum okkur það með því að gera mikið af mörkum úr hröðu upphlaupum.
Glæsilegur sigur og það verður spennandi að fylgjast með seinni leiknum á morgun sem verður okkar heimaleikur.  Glæsilegt FRAM stelpur.
Mörk FRAM í dag. Marthe 8, Lísa 6, Ragnheiður 5, María, Elva, Ásta, Steinunn, Hulda allar með 2 og Guðrún Þóra og Hekla með 1 kvikindi.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0