fbpx
Alexander vefur

Tap gegn Leikni í Egilshöll

Góð minniStrákarnir okkar í fótboltanum léku í dag sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum.  Leikið var í Egilshöll og voru mótherjarnir Leiknir úr Breiðholtinu.
Leikurinn var jafn og spennandi en við fengum á okkur mark eftir rúmlega 15 mín, við náðum að jafna leikinn fljótlega  með góðu marki eftir aukaspyrnu. Það var Magnús Már Lúðvíksson sem setti markið.  Staðan í hálfleik 1-1.
Síðari hálfleikur var jafn og enginn mörk litu dagsins ljós fyrr en á loka mín leiksins en þá fengum við á okkur mark, óþarfi,  en svona er þetta. Lokatölur í dag  1-2 tap staðreynd.
Strákarnir stóðu sig vel í dag en við þurfum að vera aðeins skarpari fram á við.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email