fbpx
Óli á móti ÍR vefur

Slæmt tap á heimavelli í kvöld

Garðar á línunni FHStrákarnir okkar í mfl. ka. léku í kvöld sinn fyrsta leik í 3 umferð Íslandsmótisins og var leikið á okkar heimavelli í Safamýrinni.  Það var ljóst fyrir þennan leik gegn HK að við yrðum að leggja allt í að vinna leikinn því hvert stig í þessari umferð telur mikið.   Það var því spenna í leikmönnum og það höndluðum við ekki vel í kvöld.
Við byrjuðum leikinn í kvöld illa,  vörnin var afleit  og það er eitthvað sem gengur ekki í handbolta.  Varnarleikur hefur verið okkar aðalsmerki á löngum köflum í vetur en það var eins og okkar menn væru hreinlega ekki með hugann við verkefni dagsins eða kannski var spennustigið of hátt.   Staðan eftir 10 mín var 6-7 og eftir 20 mín 10-11.  Við vorum því inni í leiknum þó vörnin væri ekki að virka. En eitthvað varð undan að láta og þegar við bættum við fjölmörgum tæknifeilum þá náði HK tökum á leiknum og leiddu  13-16 í hálfleik.
Við byrjuðum seinni hálfleikinn eins og þann fyrri, vörnin  var slök og við alls ekki líklegir til að vinna leikinn því miður.  Staðan eftir 40 mín 11-17 og eftir 48 mín 19 -28 sem var mesti munurinn í leiknum. Lokatölur urðu svo 25-32.
Það var fátt sem gladdi augað í leiknum, fáir leikmenn að spila vel og leiðindar pirringur í leikmönnum.  Óþolandi að sjá til leikmann vera að kítast inni á vellinum og það er eitthvað sem á ekki að sjást í FRAM búningi.  Vill ekki sjá meira af svona framkomu.   Flestir leikmenn voru þó að reyna að berjast en það dugði bara ekki í kvöld.
Næsti leikur er við ÍBV í eyjum og þar verða menn að snúa bökum saman og leggja allt í þann leik.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!