Það á ekki af okkur að ganga í handboltanum. Nú hefur komið í ljós að Stefán Darri Þórsson leikmaður mfl.ka. mun ekki leika meira með liðinu á þessari leiktíð. Stefán Darri sem braut ristarbein í nóvember og var allir að koma til enda gréri brotið vel. Brot sem þessi eru reyndar erfið viðureignar og í síðasta leik gegn HK hrökk það svo í sundur aftur. Það er því ljóst að drengurinn þarf að fara í aðgerð þar sem brotið verður skrúfað saman. Það er því afar ólíklegt að hann leiki fleiri leiki með FRAM í vetur. Þetta er mikið áfall fyrir FRAM og Stefán Darra sem hefur verið mikið frá í vetur vegna meiðsla.
Við sendu Stefáni Darra bata kveðjur og vonumst eftir að sjá hann endurnærðan á parketinu í haust.
ÁFRAM FRAM