Strákarnir okkar í handboltanum flugu í dag til eyja þar sem þeir öttu kappi við eyjamenn í Olís deildinni. Við lékum við Eyjamenn í síðustu viku þar sem liðin skiptust á skiptan hlut í FRAMhúsi.
Því var fróðlegt að sjá hvernig okkar menn myndu mæta til leiks í kvöld þar sem þeir voru hreinlega klaufar að klára ekki leikinn gegn ÍBV í síðustu viku og unnu sannfærandi í eyjum f. Jól.
Við FRAMarar hefðum því átt að mæta algjörlega fullir sjálfstrausts í leikinn. Við byrjuðum hins vegar leikinn illa, leikurinn í kvöld spilaðist dálítð svipað og í síðustu viku, ekki mikið skorað staðan eftir 15 mín 4-4 sem er heinlega merkilegt. En eftir það tóku eyjamenn völdin og staðan í hálfleik var 13-8. Það var eins og við hefðum misst trúna.
Við byrjuðum þó seinni hálfleikinn þokkalega og staðan eftir 37 mín 13-11 en þá hrundi leikur okkar algjörlega, staðan eftir 40 mín 17-11. Eftir það var eins og við ætluðum ekki að leggja meira í leikinn því eyjamenn gengu á lagið og staðan eftir 50 mín var 23-15. Það var ekki einu sinni viðleitni það sem eftir lifði hálfleiksins og lokatölur í kvöld 30-18. Alls ekki ásættanleg úrslit drengir.
Það verður að segja að liðið var ekki að leika vel í kvöld og kannski er sjálfstraustið ekki upp á marga fiska eins og er, en þessir drengir sem við eigum eru í raun magnaðir. Nú þurfa þeir bara að hugsa aðeins inn á við og taka sig taki. Það mun enginn leikmaður sem er meiddur leika fyrir þá leikina og þá þurfa leikmenn að stíga upp og láta til sín taka. Þeir leikmenn sem leika hverju sinni eru þeir mikilvægustu hverjju sinni og það gefur ungum/gömlum leikmönnum tækifæri, það verða allir að leggja allt sem þeir eiga í verkefnin sem eftir eru. Af því verða þeir dæmdir á næstu árum, það þýðir í raun ekkert að benda á neinn nema sjálfan sig þegar farið er yfir árangur ársins. Munið mig um það.
Nú þurfa menn að hvíla sig aðeins og endurmeta hug sinn fyrir næstu leiki, hver leikur núna er í raun úrslitaleikur um sæti í efstu deild og ef ég man rétt þá eru okkar leikmenn vanir því að vinna loka leiki. Strákar nú þurfið þið allir að snúa bökum saman og mæta algjörlega magnaðir í næsta leik sem er á heimavelli 1. mars gegn Akureyri. Við FRAMarar munum mæta og styðja ykkur, standa með ykkur alla leið, ég mun allavega mæta, hvað um þig FRAMari góður ! Sjáumst í FRAMhúsi.
ÁFRAM FRAM