fbpx
Hulda gegn Stjörnunni vefur

Gott jafntefli í Safamýrinni

Ragnheiður  FylkirStelpurnar okkar í mfl. kv léku í dag við Gróttu í Olís-deildinn en leikið var í Safamýrinni.  Það var bara þokkalega mætt í dag og þeir sem komu fengu sannarlega eitthvað fyrir aurinn.
Leikurinn í dag byrjaði ferkar illa og við vorum heinlega að spila ferkar illa í fyrri hálfleiknum, byrjunin var kannski þokkaleg en síðan var sóknarleikurinn afleitur það sem eftir lifði hálfleiks. Við gerðum haug af misstökum sem enduðu venjulega í auðveldum mörkum fyrir stelpurnar af nesinu. Staðan eftir 10 mín 6-7 og eftir 20 mín 6-10, staðan í hálfleik var svo 11-15. Það var því á brattan að sækja í seinni hálfleik.
Við byrjuðum ekki vel í síðari hálfleik en við náðum að komast aðeins inn í leikinn og Nadía var að verja betur.  Sókin fór líka að ganga betur og liðið allt fór að hressast.  Samt voru misstökin alltaf of mörg en staðan eftir 40 mín 13-17 og eftir 45 mín 16-17. Við misstum þær svo aftur fram úr okkur og staðan eftir 50 mín  16-20.  Það var svo á lokakaflanum sem við náðum að sína okkar rétta andlit og við gerðum 3 síðustu mörkin í leiknum og lokatölur í dag 22-22.  Gríðarlega mikilvægt stig í hús og nú ræðst framhaldið bara af okkar frammistöðu.  Stelpurnar eiga hrós skilið fyrir dugnað og baráttu í dag sem skilað þessu stig.  Það kemur enn og aftur í ljós að barátta og vinna skilar alltaf góðri niðurstöðu.  Vel gert stelpur.
Næsti leikur er svo í Mýrinni Garðabæ á þriðjudag kl. 19:30 en þá sækjum við Stjörnustelpur heim. Sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!