fbpx
Nadía Bordon vefur

Tap gegn Stjörnunni í Olísdeild kvenna

nadiaStelpurnar okkar í mfl. kvenna mættu í kvöld Stjörnunni í Garðabænum.  Liðin voru númer 2-3 í deildinni fyrir leikinn og því ljóst að leikurinn yrði baráttu leikur.  Það voru  forföll í kvöld en Marthe var frá vegna vinnu, María meiddist í síðasta leik og var óleikfær ásamt því að Ásta er búinn að liggja í rúminu.  En eins og alltaf  eru jafn margir á vellum í byrjun og ungar stelpur fengu tækifæri á því að koma inn í hópinn.
Leikurinn í kvöld byrjaði illa við gerðum urmul af tæki feilum ásamt því að nýta færin okkar illa.   Við misnotuðum vítaköst, köstuðum boltanum frá okkur ásamt því að nýta færin sem við sannarlega fengum illa.  Við lentum undir strax í byrjun og mestur var munurinn rétt fyrir hálfleik en þá var staðan 12-6, við náðum samt að skora tvö síðustu mörk hálfleiksins og rétta okkar hlut aðeins,  staðan í hálfleik 12-8. Nadía hélt okkur á floti í þessum hálfleik en hún varði í kringum 10 skot.
Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel við skoruðum að vísu fyrsta markið eftir hlé en síðan ekki mark næstu 10 mín eða svo. Staðan eftir 40 mín 17-9 við náðum samt að tapa boltanum 7 sinnum á þessum 10 mín sem er nokkuð afrek.  Við náum aðeins að rétta okkar hlut á næstu 10 mín en þá var eins og það kviknaði aðeins á mannskapnum en staðan eftir 50 mín 19-13.  Við vorum enn að gera okkur seka um að tapa boltanum klaufalega og því fór það svo að lokum að við misstum aftur tökin á leiknum og lokatölur í kvöld  22-17.
Stelpurnar voru að leika illa í kvöld og það vantaði mikið upp á að leikmenn væru að skila sínu fyrir utan Nadíu sem stóð sig vel.  Við gerðum gríðarlega mikið að tæki feilum og fórum illa með færin.   Þurfum að vinna vel í okkar málum í fríinu en núna er smá bikarfrí.  Stelpur nú þurfum við að anda aðeins með nefinu og hreinsa hugann, það hefur ekkert breyst frá því við vorum að spila svo vel fyrir áramót, getan er enn fyrir hendi en við þurfum að sýna það á vellinum.  Upp með hausinn.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!