fbpx
gisli vefur

Fram og HSI standa fyrir dómaranámskeiði og B prófi, fyrir dómara

DómararHaldið verður stutt námskeið til B prófs dómara og B próf, 10-11 mars.

Námskeiðið og prófið er tilvalið fyrir þá sem hafa tekið A prófið (eru 15 ára eða eldri) og vilja ná lengra í skilningi á leikreglum. Það er opið öllum Frömmurum jafnt leikmönnum í yngri flokkum (15 ára og eldri), meistaraflokki sem og foreldrum eða aðstandendum. Niðurstaða prófs liggur fyrir strax í lok prófs.

B próf handboltadómara gefur réttindi til að dæma alla leiki aðra en bikarleiki, 2. flokk karla og meistaraflokk.

B skírteini

Forsenda úthlutunar B dómara skírteinis er síðan, í framhaldi af prófinu, að dæmdur er einn leikur undir eftirliti dómara sem hefur réttindi til að dæma í meistaraflokki. Leikurinn getur verið í 4. eða 3. flokki. Umsögn er send til HSI eftir leikinn og skírteinið veitt í framhaldi af því.

Högun námskeiðs – dagskrá

Námskeiðið og prófið er tvær kvöldstundir, 6 klukkustundir samtals. Prófið í lok seinni dagsins.

Dagskráin er á þessa leið :
Fyrra kvöldið er kynning og umræða um allar leikreglurnar. Áhersla er lögð á dæmi og frásagnir af atvikum.
Seinna kvöldið byrjar á áframhaldandi kynningu og umræðu um reglur. Síðan er farið yfir myndbönd af brotum og dómum og rætt hvernig dæmt er, hversvegna, og hvaða reglur brotin varða. Prófið er síðan í lok seinna kvölds. ´
Prófið er krossapróf, með 2-3 valmöguleikum.

Guðjón L Sigurðsson formaður dómaranefndar HSI kennir og heldur prófið.

Hvenær er námskeiðið?

Stefnt er að því að námskeiðið sé haldið þriðjudag 10. og miðvikudag 11. mars. Það er haldið hjá Fram.

Skráning

Skráningu lýkur miðvikudaginn 4. mars, viku fyrir námskeiðið.
Skráning er með að senda póst á handbolti@fram.is, þar sem nafn og kennitala er tiltekið. Merkt “dómaranámskeið”.

Námskeiðið er ókeypis

Fram dómarar

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!