Strákarnir okkar í mfl.ka. léku í dag við Akureyri í Safamýrinni. Það var bara góð mæting í dag og þokkaleg stemming á pöllunum. Leikurinn byrjaði vel, við náðum strax forrustu og það örlaði á gömlu góðu geðveikinni. Allir leikmenn klárir í dag og flott barátta í hópnum. Við voru yfir til að byrja með 5-1 en staðan eftir 10 mín var 5-4. Leikurinn var jafn eftir það og við misstum aðeins flugið eftir góða byrjun en staðan eftir 20 mín 8-7. Það sem eftir lifði leiks var allt í járnum en staðan í hálfleik 12-13. Við mættum grimmir til leiks eftir hálfleik og voru yfir eftir 40 mín 18-16 en þá gerðum við okkur seka um mikil misstök þegar við vorum tveimur fleiri og töpuðum þeim kafla 0-1. Mjög dýrt að nýta ekki þetta tækifæri betur. En við voru áfram inni í leiknum og eftir 50 mín var staðan 20-21. Það var því hart barist síðustu 10 mín leiksins og það fór þannig að við gáfum eftir og gerðum full mikið af mistökum. Lokatölur í dag 24-26.
Það var bullandi gaman að fylgjast með strákunum okkar í dag allir að berjast á fullu og leggja sig fram. Ánægjulegt að sjá Ragnar, Elías og Arnar Frey yngri á fjölunum aftur, eru greinilega allir að koma til. Nú eru allir leikir upp á líf og dauða, bikarleikir í hverri viku framundan og þá vill maður sjá þennan anda og ég fullvissa ykkur um að það mun skila góðri niðurstöðu á endum. Munið mig um það.
Vel gert drengir en við þurfum að gera betur og þið getið það ef þið viljið. Við höfum fulla trú á ykkur.
ÁFRAM FRAM