fbpx
Mfl.ka

Baráttu leikur í Safamýrinni í dag

IMG_2261Strákarnir okkar í mfl.ka. léku í dag við Akureyri í Safamýrinni.  Það var bara góð mæting í dag og þokkaleg stemming á pöllunum. Leikurinn byrjaði vel, við náðum strax forrustu og það örlaði á gömlu góðu geðveikinni. Allir leikmenn klárir í dag og flott barátta í hópnum.  Við voru yfir til að byrja með 5-1 en staðan eftir 10 mín var 5-4.  Leikurinn var jafn eftir það og við misstum aðeins flugið eftir góða byrjun en staðan eftir 20 mín 8-7.  Það sem eftir lifði leiks var allt í járnum en staðan í hálfleik 12-13.  Við mættum grimmir til leiks eftir hálfleik og voru yfir eftir 40 mín 18-16 en þá gerðum við okkur seka um mikil misstök þegar við vorum tveimur fleiri og töpuðum þeim kafla 0-1.  Mjög dýrt að nýta ekki þetta tækifæri betur. En við voru áfram inni í leiknum og eftir 50 mín var staðan 20-21.  Það var því hart barist síðustu 10 mín leiksins og það fór þannig að við gáfum eftir og gerðum full mikið af mistökum.  Lokatölur í dag 24-26.
Það var bullandi gaman að fylgjast með strákunum okkar í dag allir að berjast á fullu og leggja sig fram.  Ánægjulegt að sjá Ragnar, Elías og Arnar Frey yngri á fjölunum aftur, eru greinilega allir að koma til. Nú eru allir leikir upp á líf og dauða, bikarleikir í hverri viku framundan og þá vill maður sjá þennan anda og ég fullvissa ykkur um að það mun skila góðri niðurstöðu á endum.  Munið mig um það.

Vel gert drengir en við þurfum að gera betur og þið getið það ef þið viljið. Við höfum fulla trú á ykkur.

ÁFRAM FRAM

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!