fbpx
vefur

Enginn bikar í hús um helgina

IMG_2255 IMG_2242Við FRAMarar áttum tvö lið í úrslitum Coka Cola bikarsins á sunnudag.  Það voru lið 4. fl.ka. og kv. á yngra ári.   Liðin léku bæði tvö,  flotta leiki þó úrslitin hafi ekki verið okkur í hag að þessu sinni.   Stelpurnar mættu ósigruðu lið Fylkis og stóðu sig vel að mínu mati.  Mér fannst stelpunar bera full mikla virðingu fyrir þessum sterku andstæðingum en hefðum getað  að gera betur. Við voru ragar og getan í þessu FRAM liði okkar er meiri, þurfum bara að hafa aðeins meiri trú á okkur stelpur.  Annars var leikurinn flottur, jafn og spennandi nánast allan leikinn.   Við fengum tækifæri til að komast betur inn í leikinn en það vantaði herslu muninn.  Flottur leikur stelpur og  þið voru okkur til sóma í þessum leik.  Lokatölur í leiknum 15-18 eftir að staðan í hálfleik var 6-9.
Strákarnir léku svo strax á eftir stelpunum, leikið var gegn Val. Leikurinn var mjög  góður í fyrri hálfleik, liðin skiptust á að skora og jafnræði í leiknum  staðan í hálfleik var 13-13.
Við áttum því von á hörkuleik í síðari hálfleik en það gekk ekki eftir og við mættum varla til leiks í síðari hálfleiknum, sáum hreinlega aldrei til sólar.  Allt of margir leikmenn sem algjörlega duttu út ásamt því að við misstum mann útaf í meiðsl.   En svona er þetta og í bikarnum er allt eða ekkert, við töpuðum leiknum með stæl  24-33.   Munurinn á liðunum er ekki svona mikill en við náðum okkur ekki á strik í síðari hálfleik.   Margt gott í þessum leik og ljóst að þar fara leikmenn sem eiga eftir að standa sig vel í handboltanum á næstu árum. Vel gert drengir.
Það var flott umgjörð í Höllinni um helgina, þessi helgi er HSÍ til sóma og við FRAMara þökkum kærlega fyrir okkur.

ÁFRAM  FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!