fbpx
Lísa Fylkir vefur

Jafntefli í Árbænum

nadiaFramstúlkur fóru í heimsókn upp í Árbæ í kvöld.  Ef einhver reiknaði með þægilegum leik varð það ekki rauninn.  Það ætti enginn að reikna með slíku enda hefur Fram nógu oft verið í erfiðleikum með lið Fylkis á liðnum árum.
Leikurinn í kvöld byrjaði vel og var staðan 3 – 6 Fram í vil eftir 10 mínútna leik.  Þá fór hins vegar allt í baklás í sóknarleiknum.  Fylkir jafnaði fljótlega 8 – 8 og komst yfir og leiddi leikinn 12 – 10 í hálfleik.  Sóknin batnaði ekki mikið í seinni hálfleik.  Þegar um 10 mínútur voru til leiksloka var Fylkir yfir 18 – 16.  Fram skoraði hins vegar tvö síðustu mörk leiksins sem lauk með jafntefli 18 – 18.  Sóknarleikurinn í kvöld ekki nærri nógu góður og eins og það þyrði enginn að taka af skarið og sækja á markið. Varnarleikurinn var hins vegar alveg þokkalegur og varð betri eftir því sem lengra leið á leikinn.  Fylkir skoraði til að mynda einungis 6 mörk í seinni hálfleik og ekkert mark á síðustu tíu mínútunum.
Markvarslan var einnig góð og Nadia varði ein 19 skot þar af 3 víti þó að Fylkir hafi hirt frákostin í tveimur tilvikum.
Nú er það sóknin sem þarf að komast í lag og með góðri liðsheild sem hefur verið einkennandi í vetur er e.t.v. ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.
Mörk Fram skoruðu: Elísabet 4, Steinunn 4, Ragnheiður 3, Marthe 2, Ásta Birna 2, Hekla 1, Elva 1 og Hulda 1.

Næsti leikur er útileikur við ÍR á laugardaginn.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0