fbpx
FRAM vefur

Naumt tap í Egilshöll

FRAM - KR góðStrákarnir okkar í fótboltanum léku í kvöld gegn KR í lengjubikarnum, leikið var að venju á þessum árstíma í Egilshöll. Það var alveg þokkalega mætt í kvöld og það lá bara vel á mannskapnum.
Leikurinn byrjaði rólega liðin aðeins að finna sig á teppinu en á 20 mín fengum við á okkur mark eftir horn. Við náðum að hreinsa frá, eftir hornið en boltinn barst aftur fyrir og þá var einhver vandræðagangur á okkur sem endaði með því að boltinn hlúnkaðist í netið 1-0.  Það sem eftir lifði hálfleiks skiptust liðin á að sækja en KR var líklegra að skora án þess þó að gera mark. Staðan í hálfleik 1-0.
Síðari hálfleikur var að mestu góður hjá okkar mönnum allir að berjast og leggja sig fram, við fengum góð færi í leiknum og hefðu átt að setja mark eða jafnvel mörk.  Þegar líða tók á leikinn þá sá aðeins á okkar mönnum, eins og við værum aðeins þreyttir sem er eitthvað sem við þurfum að huga að, þó ég viti að mannskapurinn er allur á réttri leið.   Leikurinn var bara þokkalega góðu og eitthvað sem hægt er að byggja á, það vantaði leikmenn í kvöld og ef við höldum þessu hugarfari, þá eigum við eftir að ná árangri í sumar, um það er ég sannfærður.  Við þurfum hins vegar að fara að koma boltanum í netið og það er áhyggjuefni sumarsins, annars  verður erfitt að vinna leiki.  Sem sagt góður leikur að mestu og nú þurfum við bara að stíga þetta skref að fara að vinna leiki og venjast því.  Vel gert drengir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!