fbpx
Ásta gegn Fylki vefur

Öruggur FRAM sigur í Austurbergi í dag

DeildarmeistararÍ gær fór meistaraflokkur kvenna upp í Breiðholt og lék þar við lið ÍR í OLÍS deildinni.  Hlutskipti liðanna hefur verið misjafnt í vetur.  Fram í baráttunni á toppnum en ÍR á botni deildarinnar.  Leikurinn bar þessa merki.  Fram náði strax forystu 6 – 2 eftir um 10 mínútna leik og síðan 11 – 5.  Staðan í hálfleik var 16 – 10.  Vörnin stóð sig vel og Fram skoraði mikið úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju.  Ein 12 mörk í fyrri hálfleik.  Seinni hálfleikurinn var síðan svipaður.  Munirnn jókst smátt og smátt og varð að lokum 33 – 19 Fram í vil.  Vörnin stóð sig vel í leiknum og þurfti stundum ansi mikla þolinmæði ar sem sóknir ÍR voru oft langar.  Markvarslan var einnig fín.  Sóknin gekk vel og einnig var mikið skorað úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju eins og áður segir. Í heild fínn leikur bæði í vörn og sókn, sem vonandi verður framhald á í næstu leikjum.  Nadia var í markinu í 50 mínútur og varði 14 skot og fékk á sig 16 mörk.  Hafdís Lilja tók síðustu mínúturnar og varði tvö skot þar af eitt víti.
Mörk Fram skoruðu:      Marthe 8, Ragnheiður 7, Hekla 4, Ásta 3, María 3, Hulda 3, Steinunn 2, Guðrún Þóra 1, Elva Þóra 1 og Kristín 1.
Nú eru bara tveir leikir eftir í deildinni.   FH – Fram 28. mars 2015 og Fram – Haukar  31. mars 2015. Síðan byrjar úrslitakeppninn væntanlega strax um páskana.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!