fbpx
kristófer vefur

Tap gegn UMFA að Varmá

Arnar Freyr ArnarssonVið  FRAMarar lékum í kvöld gegn UMFA í Mosfellsbænum. Leikurinn var ekkert sérlega vel leikinn og mikið af misstökum á báða bóga.
Við byrjuðum leikinn alveg þokkalega en þurftum að hafa töluvert fyrir okkar mörkum en gáfum þeim auðveld mörk á móti sem er algjör óþarfi.  Staðan eftir 10 mín  6-6 en þá misstum við  hausinn sóknarlega.  Við hættum að sækja á markið og UMFA gekk á lagið, staðan eftir 20 mín 11-7 sem segir ansi mikið,  við náðum að setja 1 mark á 10 mín kafla. Við reyndum allt sem við gátum og náðum með seiglu að minnka muni í 2 mörk fyrir hálfleik,
staðan í hálfleik 14-12.
Það var því allt opið fyrir síðari hálfleikinn en því miður mættu við ekki vel stemmdir til leiks og UMFA náði mest 6 marka forrustu á fyrstu 10 mín síðari hálfleiks, staðan eftir 40 mín  19-14.  Það má segja að þessi vonda byrjun hafi klárað leikinn.  Við náðum eiginlega aldrei að ógna UMFA eftir þetta og munurinn var þetta 3-5 mörk það sem eftir lifði leiksins. Lokatölur í kvöld 26-21.
Við lékum ekki vel í kvöld,  vörnin hélt vel  á köflum en svo gerðum við okkur alltof oft seka um einstaklings misstök sem gáfu ódýr mörk, þurfum að aga okkur betur í vörninn, þá á hún eftir að smella. Sóknarlega vorum við hreinlega skelfilegir á löngum köflum og þurfum að vera miklu ákveðnari í öllum okkar aðgerðum. Við þurfum að sækja þá möguleika sem við sannarlega höfum og gera það á fullu.  Það þýðir litið að að sækja svona til hálfs og á hálfum hraða.  Þetta þurfa okkar menn að bæta.  Ég hef fulla trú á því að við munum gera það í næstu leikjum.  Kristófer var ágætur í leiknum en við þurfum allir að leggja meira af mörkum og þá eru  okkur allir vegir færir.
Það er stutt í næsta leik sem verður á fimmtudag gegn Val. Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!