Strákarnir okkar í handboltanum mættu frískir að Hlíðarenda í kvöld. Það var einbeyting í hópnum og greinilegt að allir voru klárir í slaginn.
Leikurinn byrjaði nokkuð vel, við reyndum að hafa sóknir okkar langar og það tókst bara vel, vörnin hélt og staðan eftir 10 mín . 3-3. Þannig leikur hentar okkur vel. Við héldum áfram að berjast á fullu og spila langar sóknir og eftir 20 mín vorum við yfir 8-9. Við komumst mest í 10-13 en voru klaufar á loka kaflanum og staðan í hálfleik 14-14. Flottur fyrri hálfleikur.
Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri ekki mikið skorað, jafnt á flestum tölum og staðan eftir 40 mín 19-18. Þá kom einhver extra kraftur í okkar menn og baráttan varð hrikaleg. Við náðum tökum á leiknum og það var greinilegur pirringum í Hlíðarenda strákum. Staðan eftir 50 mín 21-22. Við hreinlega pökkuðum þeim saman síðustu 10 mín leiksins og lokatölur í kvöld 25-28. Glæsilegur og verðskuldaður sigur að Hlíðarenda staðreynd.
Það voru allir að leika vel í kvöld og baráttan maður, strákarnir voru hrikalegir og fá mikið hrós fyrir þessa frammistöðu í kvöld. Kristófer var mjög góður, Siggi Þorsteins frábær og aðrir leikmenn hreinlega ljómuðu í kvöld. Gamla geðveikin sem ég lýsi stundum eftir, hún var mætt í kvöld og þá getum við unnið hvaða lið sem er. Vel gert drengir og þetta er eitthvað sem ég er til í að horfa á aftur. Vonbrigði kvöldsins var samt frammistaða dómara leiksins sem hafa ekki dæmt svona illa í áraraðir. Þvílík hörmung og ég legg til að þeir skoði þennan leik vel, ekki boðlegt drengir.
Næsti leikur er eftir slétta viku sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM