fbpx
FRAM - Selfoss 015

Tap gegn Selfossi í Lengjubikar KSÍ

FRAM - Selfoss 003Strákarnir okkar í fótboltanum léku í dag við mjólkur drengina frá Selfossi.  Leikið var að venju við bestu aðstæður innan dyra í Egilshöll.  Þó ég segi bestu aðstæður þá er grasið sem boðið er upp á í Egilshöll barn síns tíma og verða borgaryfirvöld að fara að skipta því út, það verður bara að fara að gerast.
Leikurinn í dag spilaðist ekki eins og við vildum við fengum á okkur mark strax í upphafi leiks, mjög flott mark en okkar klaufaskapur skapaði það engu að síður.   Við vorum í raun alveg 20 mín að komast inn í þennan leik vorum einhvern veginn ekki að ná saman og spilamennskan ekki góð. Við náðum þó smá saman að vinna okkur inn í leikinn og náðum að jafna með góðu marki Arnórs Daða Aðalsteinssonar, flott skot í stöngina og inn, hans fyrsta mark með mfl.   Staðan í hálfleik 1-1.
Við mættum ekki nógu hressir til síðari hálfleiks vorum einhvern veginn ekki að spila okkur saman og það var eitthvað sem vantaði í okkar leik.  Við börðumst alveg ágætlega en spilamennskan var ekki að gera sig.  Við fengum á okkur vont mark þar sem varnarmenn okkar voru hreinlega úti á þekju og gáfu andstæðingnum of mikinn tíma til að gera það sem þá lysti.   Alveg undir lokinn fengum við svo á okkur annað mark og lokatölur í dag 1-3 tap.  Leikurinn var ekki vel leikinn af okkar hálfu og ljóst að við þurfum að gera betur í næstu leikjum.  Erum í smá basli með leikmenn en það afsakar ekki þá sem eru inni á vellinum hverju sinni.  Orri Gunnars fer að detta inn og fleira að gerast á næstunni þannig að það á mikið eftir að breytast á næstu vikum.
Það er stutt í næsta leik sem verður í Úlfarsárdalnum á fimmtudag kl. 19:00, (ef veður leyfir).
Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!