Við hjá handknattleiksdeild FRAM leitum að áhugasömu fólki sem hefur áhuga á því að sinna sjálfboðaliðastörfum fyrir handboltann í FRAM. Við leitum að fólki sem hefur áhuga á því að vinna alls konar störf. Við leitum að fólki sem hefur áhuga á því að koma að stjórnunarstörfum, aðstoð við umgjörð leikja, umfjöllun um leiki, myndatökur, sjá um kaffi eftir leiki og í hálfleik, safna auglýsingum eða hvaðeina sem viðkemur starfi deildarinnar. Það er stór hópur sem stendur að rekstri meistararflokka FRAM en við erum alltaf að leita að fólki sem hefur áhuga á því að bætast í hópinn. Við hvetjum alla áhugasama um að gera gott starf betra til að hafa samband.
Nánari upplýsingar gefur Helga Björk Eiríksdóttir, formaður.