Um helgina fór fram Íslandsmótið í Taekwondo og var mótið haldið í Keflavík. Við FRAMarar sendum ekki mjög fjölmenna sveit en hún var vösk og vel mönnuð. Krakkarnir okkar sem mættu á mótið að þessu sinni stóðu sig frábærlega og komu heim með samtals 6 verðlaun. Guðmundur Pascaal Erlendsson, Salka Hlín Jóhannsdóttir, Ólafur Benedikt Óskarsson, Árni Jökull Guðbjartsson og Michelle Nikolaeva Loleva fengu öll gullverðlaun og eru þar með Íslandsmeistarar í sínum flokkum. Kári Hallgrímsson fékk svo silfur í sínum flokki, frábær árangur hjá okkar unga Taekwondo fólki og framtíðin er björt hjá deildinni.
Til hamingju með FRAMarar.