fbpx
kristófer vefur

Mikilvægur FRAM sigur í Austurbergi

Arnar Freyr ArnarssonStrákarnir okkar í mfl. ka. mættu í kvöld ÍR-ingum í 24. umferð Olísdeildarinnar.  Það var vel mætt að vanda í Austurbergið frá báðum liðum en svo sem ekki mikil stemming.  Leikurinn í heild var frekar rólegur, ekki mikill hraði í honum og varnarleikurinn í fyrirrúmi.  Það er leikur sem hentar okkur vel.
Það var jafnt á flestum tölum til að byrja með þó voru ÍR-ingar heldur með frumkvæðið, 4-3 eftir 10 mín og 8-6 eftir 20 mín. Mér fannst eins og það væri smá skrekkur í mannskapnum og við ekki að leika vel.  En við náðum aðeins að rétta okkar hlut fyrir hálfleik og staðan í hálfleik 12-12. Vorum í raun klaufar að vera ekki yfir í hálfleik.  Það var því alls ekki ástæða til að örvænta og spenna í loftinu hjá stuðningsmönnum FRAM.
Drengirnir mættu betur stemmdir til leiks í síðari hálfleik og tóku strax frumkvæðið þó þeir næðu ekki að hrista andstæðingana af sér. Staðan eftir 40 mín 15-15 og við bölvaðir klaufar eftir að hafa verið tveimur fleiri.  En við héldum haus og stóðum vörnin vel ásamt því að Krístó varði vel.  Staðan  eftir 50 mín 17-20 og útlitið gott.  Við héldum svo haus það sem eftir var, náðum mest 4 marka forrustu 18-22 þegar 5 mín voru eftir og kláruðum leikinn.  Lokatölur í kvöld 21-24, mjög mikilvæg stig í hús.
Leikurinn í heildina var ekkert sérlega skemmtilegur, við spiluðum vel á köflum en svo var eins og við misstum svolítið kjarkinn á milli.  Vörnin stóð sig vel og Kristófer var góður að vanda.  Við börðumst allan tímann og það var barátta og liðsheildin sem vann þennan leik í kvöld.  Glæsilegt drengir.
Næsti leikur er svo eftir viku gegn FH í Krikanum Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0