Strákarnir okkar í mfl. ka léku í kvöld sinn fyrst leik á nýja heimavelli okkar FRAMara sem verður í Úlfarsárdal í sumar. Það varð ljóst í dag, þegar við fengum grænt ljós á það að leika heimaleiki okkar á gervigrasinu í Úlfarsárdal. Nú verður því hafist handa við að gera svæðið þannig að það standist allar kröfur KSÍ, það eru því spennandi tímar framundan í DALNUM.
Leikurinn í kvöld verður vonandi ekki það sem koma skal, við með aðeins laskað lið og því ekki að spila okkar besta leik. Fyrri hálflleikur var samt alveg þokkalegur og við að standa okkur vel gegn mjög vel mönnuðu liði. Við vorum samt frekar bitlausir fram á við enda margir af okkar sóknarmönnum meiddir í kvöld. Við börðumst vel en fengum á okkur mark og þannig var staðan í hálfleik, 0-1.
Síðari hálfleikur reyndist okkur svo erfiður, við fengum á okkur fjögur mörk og lokatölur í Úlfarsárdalum í kvöld 0-5. Frekar slæm úrslit en ekkert við þessu að segja og við dveljum ekki lengi við þau.
Næsti leikur er eftir viku við Fjölni í Egilshöll. Sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email