Sóknarmaðurinn Alexander Aron Davorsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Alexander Aron er 24 ára og hefur lengst af spilað með Aftureldingu. Hann varð næst markahæstur í 2. deild á síðasta tímabili með 15 mörk í 20 leikjum. Á síðustu tveimur tímabilum hefur hann skorað 27 mörk í 43 leikjum með Aftureldingu. Alexander Aron gekk til liðs við Fjarðarbyggð sl. haust en rifti þeim samningi í febrúar af persónulegum ástæðum og gekk til liðs við Fram. Félagið væntir mikils af samstarfinu og bíður Alexander Aron velkominn.
Knattspyrnudeild FRAM