Sóknarmaðurinn Eyþór Helgi Birgisson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Eyþór sem er 26 ára og uppalinn í HK á að baki 44 leiki fyrir ÍBV og Víking Ólafsvík í úrvalsdeild. Hann var markahæsti leikmaður Víkings í Ólafsvík í 1. deild á síðustu leiktíð en þá skoraði hann 11 mörk í 18 leikjum. Fram fagnar því að hafa fengið þennan öfluga leikmann í sínar raðir og hlakkar til samstarfsins.
Knattspyrnudeild FRAM