fbpx
Stefán Baldvin FH vefur

Hrikalega mikilvægur sigur í Kaplakrika

Óli Ægir góð FHStrákarnir okkar í handboltanum léku í kvöld við FH í Olísdeildinni.  Leikið var í Kaplakrika við góðar aðstæður og var mætingin eins og venjulega, hrikalega flottur hópur FRAMara sem mætir á alla leiki.
Við byrjuðum leikinn í kvöld ekkert sérstaklega vel, vörnin var gloppótt lengi framan af leik og sóknarleikurinn ekki góður. Staðan eftir 10 mín var 3-2 og við náðum ekki að jafna leikinn fyrr en eftir 20 mín 7-7. Þá náðum við að loka aðeins á fimleikastrákana og náðum smá saman tökum á leiknum. Staðan í hálfleik  12-13.  Við lékum ekkert sérlega vel í fyrri hálfleiknum en vorum samt yfir, höfðum sem sagt möguleika á því að gera betur.
Við mættum betur stemmdir til síðari hálfleiksins og vorum með tök á leiknum, bættum smá saman við mörkum, staðan eftir 40 mín var 16-18.  Við náðum samt ekki að slíta okkur frá þeim en staðan eftir 50 mín 19-23. Leikurinn að spilast eftir okkar höfði, ekki mikill hraði og vörnin að virka vel.  Þennan hrikalega mikilvæga leik kláruðum við svo ljómandi vel, lokatölur í Krikanum í kvöld 24-29.   Þessi leikur fer ekki í neinar metabækur en okkur er slétt sama um það, drengirnir stóðu sig frábærlega, börðust eins og ljón allan leikinn og það skilar alltaf góðri niðurstöðu.  Hrikalega mikilvæg stig í hús og nú þurfum við einn sigur enn til að tryggja sæti okkar í deildinni.  Margir voru að skila góðri vinnu í kvöld og það er mikilvægt fyrir komandi leiki.  Mér fannst Stefán Baldvin og Óli Ægir bestir en allir fá hrós fyrir frammistöðuna í kvöld.  Dómarar leiksins voru ekki góðir, ósamræmi í dómum þeirra var mjög mikið og ekki hægt að bjóða upp á svona frammistöðu í svona mikilvægum leikjum.  En kom ekki að sök fyrir okkur í kvöld sem betur fer.
Nú eru tveir mikilvægir leikir eftir, á mánudag gegn Haukum í Safamýrinni, þar verða allir FRAMarar að mæta og styðja drengina, þeir eiga það skilið.  Sjáumst á mánudag kl. 19:30.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!