Sunnudaginn 29. mars frá kl. 13:00-16:30 verður páskamót handknattleiksdeildar Fram haldið í stóra salnum í Framheimilinu í Safamýri. Mótið er haldið fyrir 5. flokk drengja í handbolta. Keppt verður í báðum aldursflokkum og verður Fram með lið úr Grafarholtinu og Safamýri, ásamt, KR og Víking.
Mótið er haldið af Þór Guðmundssyni þjálfara hjá Fram, Petru Frímannsdóttur og Svandísi Nönnu Pétursdóttur, nemendum við Háskóla Íslands. Kaffi og léttar veitingar verða til sölu á staðnum. Verðlaun verða veitt fyrir sigurvegara í hvorum aldursflokki sem keppa til úrslita. Byrjar úrslitaleikur yngra ársins 15:10 og 15:50 hjá eldra árinu.
Hvetjum alla í að láta sjá sig að styðja og fylgjast með ungum og efnilegum framtíðarleikmönnum Fram etja kappi á skemmtilegu móti.
Hægt er að senda fyrirspurnir og fá nánari upplýsingar um mótið hjá Þór Guðmundssyni mótstjóra og þjálfara hjá FRAM í síma 695-2835 eða á netfangið thor89@internet.is.
Sjáumst á sunnudaginn
Þór Guðmundsson, Petra Frímannsdóttir, Svandís Nanna Pétursdóttir og FRAM.