fbpx
FRAM - Selfoss

Tap gegn Fjölni í Lengjubikar karla

FRAM - Selfoss 015Strákarnir okkar í fótboltanum léku við Fjölni í Egilshöll í kvöld,  að venju var leikið í Egilshöll. Egilshöllin er að verða þreytt og ég held að menn séu farnir að bíða spenntir eftir því að komast undir bert loft og á betra undirlag en teppið í Egilshöll. Það er ekki ekki boðlegt lengur að mínu mati.
Leikurinn í kvöld var varla byrjaður þegar við fengum á okkur mark, algjört kjaftshögg strax í byrjun og ekki nóg með það heldur fengum við á okkur annað mark eftir um 10 mín leik og staðan 2-0.  Ekki sú byrjun sem við vorum að vonast eftir. Við vorum hreinlega ekki mættir til leiks en eftir þessa vondu byrjun náðum við að rétta okkar hlut og vorum síst verri aðilinn það sem eftir lifði hálfleiks en á loka mín hálfleiksins fengum við á okkur þriðja markið. Hrikalegt að fá þetta mark á sig. Staðan í hálfleik 3-0.  Það má því segja að leikurinn hafi verið tapaður í hálfleik.
Við mættum samt mun frískari til síðar hálfleiks og spiluðum hann bara nokkuð vel, náðum ekki að setja mark en voru alls ekki verri aðilinn í hálfleiknum. Við gerðum svo breytingar í síðari hálfleik og tókum ekki mikið af sénsum með leikmenn sem eru að komast á skrið.  Síðari hálfleikur bara góður og góð barátta í liðinu.  Lokatölur 3-0.
Það er enginn ástæða til að fara neitt á taugum, nýjir leikmenn eru að koma inn og nú þurfum við að spila liðið saman.
Næsti leikur verður eftir páska  í Úlfarsárdalnum ef ég man rétt. Sjáumst eftir Páska.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!