fbpx
Ragnheiður  Fylkir vefur

Fínn FRAM sigur í Kaplakrika í Olísdeild kvenna

irisFramstelpur héldu i Hafnarfjörðinn í gær og öttu kappi við lið FH í Kaplakrikanum. Fyrir leikinn var Fram með 32 stig í öðru sæti OLÍS-deildarinnar en FH í því tíunda með 9 stig.
Lítið var skorað fyrstu mínuturnar en Fram náði þó forystu fljótlega og um miðjan fyrri hálfleikinn var Fram komið með 4 marka forystu.  Þessi forysta hélst þó ekki lengi og munurinn í hálfleik var tvö mörk Fram í vil, eftir að FH skoraði mjög umdeild mark í lok hálfleiksins, en Fram vildi meina að leiktíminn hefði verið löngu liðinn þegar boltinn fór loks í markið.
Í seinni hálfleik náði Fram smátt og smátt að auka muninn þó að erfiðlega gengi að hrista lið FH alveg af sér.  Mestur varð munurinn fimm til sex mörk en þó öruggur Fram sigur í lokinn 26 – 21.
Vörnin stóð sig mjög vel í gær.  Sóknarleikurinn oft einnig mjög góður.  Það voru helst hraðaupphlaupin sem voru ekki að nýtast nógu vel.  Of mikið af sendingarfeilum og menn að flýta sér of mikið. Nadia stóð í markinu í um 50 mínútur og varði ein 14 skot.  Hafdís Lilja kom inná í lokinn og varði eitt skot
Mörk Fram skoruðu;      Ragnheiður 10, Íris Kristín 6, Guðrún Þóra 4, Elísabet 2, Hekla 1, Elva 1, Steinunn 1 og Hulda 1.
Fínn sigur og nú er bara einn leikur eftir í deildinni.  Heimaleikur á móti Haukum þriðjudaginn 31. mars n.k. kl. 19:30, áður en úrslitakeppninn hefst.

 ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0