Stelpurnar okkar í mfl.kvenna í fótboltanum léku í dag í Lengjubikarnum við Sindra frá Höfn og var leikið í Egilshöll.
Leikurinn í dag var nokkuð kafla skiptur, fyrri hálfleikur bara nokkuð góður en sá síðari ekki eins góður. Við byrjuðum sem sagt leikinn í dag nokkuð vel höfðum góð tök á leiknum og gerðum gott mark fljótlega. Það var Áslaug Eik Ólafsdóttir sem gerði mark okkar FRAMara með skalla. Fínt mark og staðan í hálfleik 1-0 fyrir okkur.
Við héldum því að við myndum setja aukin kraft í síðar hálfleik og keyra aðeins yfir Sindra stelpur en það var ekki raunin. Leikurinn einhvern veginn koðnaði niður og við misstum dampinn. Við áttu sem sagt ekki góðan síðari hálfleik, það var eins og eitthvað vantaði upp á leikformið á okkar stúlkum.
Við treystum á að það eigi eftir að batna. Lokatölur í dag góður 1-0 sigur. Næsti leikur er svo eftir páska og nánar um það síðar.
ÁFRAM FRAM