fbpx
Garðar vefur

Tap gegn Haukum á heimavelli í kvöld

Óli Ægir FHStrákarnir okkar í mfl. ka. léku í kvöld við Hauka á heimavelli okkar í Safamýrinni.  Leikurinn var næst síðasti leikur okkar í deildinni þetta árið og mikilvægur var hann. Sigur myndi tryggja sæti í deild þeirra bestu að ári.
Fyrri hálfleikur var ekki nógu vel leikinn af okkar hálfu, við gerðum of mikið af tæki mistökum fyrir minn smekk. Leikurinn var hinsvegar jafn framan af og staðan eftir 10 mín. 3-5. Við héldum áfram að gera mikið af misstökum sóknarlega og því jókst munurinn og eftir 20 mín var staðan 6-10.  Þessi munur hélst svo út hálfleikinn og staðan í hálfleik 10-13.  Það var ljóst að við þyrftum að gera betur ef við ætluðum að sigra leikinn.
Við byrjuðum hinsvegar síðar hálfleikinn afar illa, fórum mjög illa með færin okkar og misstum tökin á leiknum staðan eftir 40 mín 12-18.  Eftir þennan vonda kafla var á brattan að sækja og ljóst að við myndum varla vinna þennan leik. Til þess var spilamennska liðsins einfaldlega ekki nógu góð.  Staðan eftir 45 mín 14-21 og eftir  50 mín 18-23. Við vorum svo aðeins hressari það sem eftir lifði leiks en það dugði hreinlega ekki til að vinna upp þennan mun. Loka staðan í kvöld 23-27.  Við áttu ekki mikinn möguleika í kvöld við spiluðum hreinlega ekki nógu vel til þess.
Nú er samt ljóst að við höldum sæti okkar í deildinni og mætum Val í 8 liða úrslitum.  Kvöldið var því ekki alveg ónýtt og næsti leikur er gegn Stjörnunni á fimmtudag kl. 19:30 sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!