fbpx
Ragnheiður  Fylkir vefur

Öruggur 11 marka sigur FRAM á Haukum í kvöld.

Marta -gasmegasStelpurnar okkar í mfl. kvenna léku í  kvöld síðasta leik sinn í deildarkeppni Olísdeildarinnar. Leikið var á heimavelli gegn Haukum rétt eins og hjá strákunum í gær.  Það var ekkert undir hjá okkar stelpum fyrir þennan leik, þær voru búnar að tryggja sér annað sætið í deildinni og því bara að spila fyrir heiðurinn í þessum leik.  Úrslitakeppnin hjá stelpunum hefst strax á mánudag 6. apríl, annan í páskum,  því mikilvægt að nota leikinn vel en um leið að fara varlega og ekki tefla leikmönnum í neina tvísýnu.
Leikurinn í kvöld bar þess merki að hann skipti okkur engu máli en við náðum samt fljótlega algjörum tökum á leiknum  voru yfir allan fyrri háfleikinn og staðan í hálfleik var 16-8. Vörnin góð, markvarslan góð og sóknin að ganga vel.
Síðari hálfleikur var því nánast formsatriði að klára og við gerðum það virkilega vel, náðum mest 11 marka forrustu og allir leikmenn fengu að spila.  Við náðum að dreifa álaginu vel á alla leikmenn og margir leikmenn náðu að skora í kvöld.  Vörnin var góð og því fengum við marga möguleika á hröðum upphlaupum sem skilaði mörkum þó vorum við ekki að nýta þau færi nógu vel, kannski það eina sem við gerðum ekki nógu vel í kvöld.  Lokatölur í Safamýrinni 30-19, öruggur FRAM sigur.  Það voru margir að leggja sitt af mörkum í kvöld og margir leikmenn að gera þetta 3-4 mörk.  Ragneiður gerði 5 og skoraði mest,  Nadía varði 16 skot og Hafdís var með 5 varinn í markinu.  Flottur sigur og góður undirbúningur fyrir 8 liða úrslitin sem hefjast á mánudag kl. 19:30.  Ég held að við fáum Fylki en það er ekki nokkur leið að fá úrslit úr öðrum leikjum enda enginn blaðamaður að fylgjast með eða að skrifa um leikina í kvöld, magnað finnst ykkur ekki.  Þvílík óvirðing við Olísdeild kvenna.
Næsti leikur FRAM er svo á mánudag kl. 19:30,  leikur 1, í 8 liða úrslitum, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!