fbpx
Ragnar þór vefur

Tap í síðasta leik Olísdeildar karla

valtyrStrákarnir okkar í mfl.ka léku í dag síðasta leiks sinn í deildarkeppni Íslandsmótsins, Olísdeildinni.  Leikið var á heimavelli í Safamýri gegn Stjörnunni. Leikurinn hafði enga þýðingu fyrir hvorugt liðið og má segja að það hafi endurspeglað leikinn.   Við leyfðum mönnum að hvíla og margir leikmenn sem lítið hafa leikið að undanförnu fengu að spreyta sig í dag.
Við lékum ekki vel í þessum leik en þó voru jákvæðir punktar en það var eins og menn væru ekki alveg með hugan við þetta verkefni. Það verður að teljast eðlilegt miðað við gildi leiksins.  Við náðum aldrei dampi í leiknum og vorum undir svo að segja allan leikinn, staðan í hálfleik var 12-15.
Síðari hálfleikurinn var svipaður en Valtýr kom í markið og stóð sig vel, það má segja að hann hafi staðið uppúr í dag.  Lokatölur í dag 21-23.  Það mikilvægasta við þennan leik var að klára hann og það án vandræða, það er aldrei gott að tapa en þar sem við vorum búnir að tryggja okkur 8 sætið þá skipti þessi leikur nákvæmlega engu.  Nú tekur við nýtt mót og fyrsti leikur í því móti verður á þriðjudag kl. 19:30 gegn Val á Hlíðarenda.  Þar verða allir FRAMarar að mæta og þá er aldrei að vita hvað drengirnir okkar gera.  Gleðilega páska og sjáumst á þriðjudag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!