fbpx
Mfl.ka. á spáni

Að lokinni deildarkeppni og við upphaf úrslitakeppni karla

ed9c49dd-fbd5-4b14-9bf2-bdd5a6857e21_LNú þegar deildarkeppni OLÍS deildarinnar er lokið er rétt að skoða aðeins gengi meistaraflokks karla þennan veturinn.

Strákarnir mættu frískir til leiks í haust, undirbúningstímabilið gekk vel og flestir okkar leikmenn í nokkuð góðu standi. Hópurinn reyndar frekar þunn skipaður, óreyndur en góður. Við byrjuðum Íslandsmótið á sigri en alvarleg meiðsl leikmanna byrjuðu strax í fyrsta leik. Það má segja að meiðsl í leikmanna hafi verið okkar erfiðasti andstæðingur í vetur. Hópurinn er ekki nægjanlega stór og meiðsl lykil leikmanna hafa þar af leiðandi mikil áhrif á leik liðsins hverju sinni. Það reyndi því mikið á þjálfara liðsins að reyna margt og vera tilbúnir að gera breytingar frá leik til leiks, burt séð frá árangri.  Það verður samt ekki tekið af þeim leikmönnum sem léku hverju sinni að þeir lögðu sig alla fram. Liðið lék vel á köflum fyrir áramót og náði að hala inn mikilvæg stig með góðum sigrum.  Við lékum 15 leiki fyrir áramót og sigruðum í 6 en töpuðum 9 leikjum. Fórum í jólafríið með 12 stig. Við reiknuðum með því að fá leikmenn inn úr meiðslum eftir áramótin en því var því miður ekki að fagna. Það var ekki fyrr en undir lok móts sem við náðum flestum okkar leikmönnum á afstað og það skilaði góðum sigrum. Við lékum 12 leiki eftir áramót, sigruðum í 3 leikjum, gerðum eitt jafntefli en töpuðum 8 leikjum.  Þetta er svo sem ekki alveg það sem við lögðum upp með, en niðurstaðan er 19 stig í 27 leikjum sem dugði okkur að þessu sinni.  Við sýndum það samt að við gátum unnið öll lið, unnum að mig minnir öll liðin í deildinn nema eitt, held að við höfum tapað öllum okkar leikjum gegn Akureyri. Við sýndum það líka að við gátum tapað fyrir öllum og náðum t.d aðeins tveimur stigum á móti HK í vetur. Það er ekki ásættanlegt.

FRAM liðið í ár er að mörgu leiti vel skipað og með marga unga og fríska stráka sem eiga framtíðina fyrir sér, þó að vissulega hafi liðið orðið fyrir áföllum í vetur, meðal annars vegna meiðsla Stefáns Darra sem hefur verið meira eða minna frá í vetur. Stefán átti að vera einn af okkar lykilmönnum í ár enda valinn sá efnilegasti á lokahófi HSÍ í vor.  Okkur vantar helst reynda leikmenn í  FRAM liðið í ár og söknum Siffa og Sveins sem hættu í vor. Framtíðin er björt en við þurfum að vinna vel ef við ætlum ekki „bara“ að vera með efnilegt lið. Það er galdurinn.

Úrslitakeppnin
Nú stendur fyrir dyrum úrslitakeppnin sem sker úr um það hvaða lið hampar Íslandsmeistaratitlinum í vor.  Í 8 liða úrslitum leikur FRAM gegn liði Vals sem endaði í 1. sæti OLÍS deildarinnar.  Ljóst að þar verðum við að eiga mjög góða leiki til að fara með sigur af hólmi.  Valsliðið er lang best mannaða liðið í deildinni í ár en liðið hefur verið að strögla í síðustu leikjum og við unnum þá sannfærandi á Hlíðarenda fyrir stuttu. Þannig að allt er hægt, ef viljinn er fyrir hendi. Þar liggur nefnilega okkar styrkleiki, liðið hefur gríðarlegan viljastyrk þegar á reynir, allir leikmenn FRAM hafa sýnt það í vetur að þeir komast langt á því að berjast og leggja sig fram. Það þurfa leikmenn okkar að hafa í huga í næstu leikjum eða bara alltaf.

Fyrsti leikur okkar í 8 liða úrslitum gegn Val verður þriðjudaginn 7. apríl að Hlíðarenda. Leikur tvö verður svo í FRAMhúsi fimmtudaginn 9 apríl kl.19:30 og leikur 3 verður að Hlíðarenda sunnudaginn 12.apríl. Framhaldið ræðst af því hvernig við klárum þessa leiki. Ég hef fulla trú á okkar leikmönnum og treysti þeim til að gera sitt besta, meira biðjum við ekki um.

Handbolti er skemmtilegur
ÁFRAM FRAM

Fiskurinn

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!