Stelpurnar okkar í handboltanum hófu úrslitkeppnina á heimavelli í kvöld þegar þær mættu Fylki. Liðin þurfa núna að sigra tvo leiki og því verðum við að mæta Fylki í það minnsta einu sinni enn.
Við byrjuðum leikinn í kvöld vel og náðum fljótt undirtökunum. Sóknin gekk ágætlega og vörnin var góð. Staðan eftir c.a 20 mín 8 – 4. Við misstum svo taktinn aðeins í lok fyrri hálfleiks, gerðum mikið af misstökum og Fylkiskonur gengu á lagið. Staðan í hálfleik 13-11. Við ekki að leika eins og við getum best.
Síðari hálfleikur gekk mun betur þó vorum við að gera fullt af tæknimisstökum, það vantaði smá yfirvegun í okkar leik. Við tókum sem sagt algjörlega völdin í síðari hálfleik náðum strax góðri forrustu og litum aldrei um öxl. Náðum strax góðri forrustu og 10 marka mun eftir c.a 50 mín og héldum henni til loka, úrslit kvöldsins 27-17.
Varnarleikur og markvarsla kláraði þennan leik, þar höfðum við algjör tök á Fylkisstelpum, þær náðu ekki að leysa okkar vörn. Sóknarlega vorum við í smá vandræðum á köflum en um leið og við náum að láta boltan ganga þá eru alltaf möguleikar fyrir hendi. Góður sigur í fyrsta leik og nú er staðan 1-0, við þurfum að halda vöku okkar og mæta með sama viðhorf í næsta leik, þá eigum við góðan möguleika á því að komast í næstu umferð. Vel gert stelpur.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 5, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Hulda Dagsdóttir 4, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Elva Þór Arnardóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 1, Marthe Sördal 1, María Karlsdóttir 1.
Næsti leikur er á miðvikudag kl. 19:30 í Fylkishöll sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM