Jæja ég varð að láta mig hafa það að dröslast að Hlíðarenda enda við FRAMarar í heimsókn þar í kvöld. Það var vel mætt af okkar fólki og góður andi í FRAMhópnum. Hrikalega stoltur af því hvað við FRAMarar mætum vel leiki í handboltanum, ekki mörg lið sem eiga svona trygga stuðnigsmenn.
Leikurinn í kvöld byrjaði ágætlega við náðum upp góðri baráttu í vörn og byrjuðum alveg þokkalega í sókninni, spiluðum lengi og náðum að setja góð mörk. Staðan eftir 10. mín 3-3. Það var ekki mikið skorað, samt fengum við mörg tækifæri til þess, voru ragir og það vantaði trú í okkar aðgerðir að mér fannst. Kristófer var frábær í fyrri hálfleik sem við hefðum átt að nýta betur. Staðan eftir 20 mín var 5-5 og leikurinn enn að spilast eftir okkar höfði. Loka mín hálfleiksins voru aðeins hressari og aðeins meira skorað, staðan í hálfleik 10-9. Við áttu að nýta okkur markvörslu Kristó betur í þessum hálfleik en vorum ekki nógu beyttir sóknarlega til þess. Vörnin var góð og hélt að mestu.
Síðari hálfleikur byrjaði svo ekki nógu vel, kannski í lagi fyrstu 5-7 mín en svo klúðruðum við mörgum góðum færum og misstum andstæðinginn fram úr okkur. Staðan eftir 40 mín 14-11. Eftir þennan vonda kafla þar sem munurinn fór mest í 5 mörk áttum við eiginlega ekki möguleika. Staðan eftir 50 mín 18-14 og lokatölur í kvöld 22-16. Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld, það vantaði meiri krafti, voru ragir, ekki nógu klókir að leysa þær stöður sem upp komu, nýttu mjög illa að vera einum fleiri, það þarf að lagast drengir. Vörnin var góð og ekkert yfir markvörsluni að kvarta. Dómgæslan var ekki nógu góð, þeir sem dæmdu í kvöld, dæmdu eins vel og þeir gátu en réðu ekki við verkefnið. Nokkur brot sáust í kvöld sem ekki eiga að sjást þegar verið er að leggja áherslu á að útrýma grófum brotum í handboltanum. Leiðinlegt að sjá.
Næsti leikur er á fimmtudag kl.19:30 í FRAMhúsi endilega látið sjá ykkur og ekki væri verra ef þið tækjuð með bláu fötin. Það verður bullandi fjör í Safamýrinni á fimmtudag og allt lagt undir.
ÁFRAM FRAM