fbpx
Ásta gegn Fylki vefur

FRAM komið í 4 liða úrslit eftir sigur í Árbænum

lisaStelpurnar okkar í mfl. kvenna léku í kvöld annan leik sinn gegn Fylki í 8 liða úrslitum Olísdeildarinnar.
Leikið var í Árbænum en við unnum fyrsta leikinn nokkuð örugglega á heimavelli á mánudag.
Fyrirfram bjuggumst við því við að stelpurnar myndu reyna að leggja allt á sig til að klára þessa viðureign í tveimur leikjum.  Það myndi gefa okkur auka tíma til að undirbúa liðið fyrir 4 liða úrslitin.
Leikurinn í kvöld var eins og við var að búast, Fylkisstelpur komnar upp að vegg og ekki tilbúnar að fara í snemmbúið sumarfrí.  Þetta var mikill baráttu leikur í fyrri hálfleik, varnarleikur og markvarsla í fyrirrúmi ásamt góðu dassi af misstökum.  Við vorum ekki að leika vel en náðum að seiglast þetta staðan í hálfleik 9-9.
Það var því ljóst að við yrðum að gera betur í síðari hálfleik og það varð raunin, við tókum smátt og smátt forrustuna og náðum á kafla 4-6 mark forrustu, 13-18 og síðan 16-22. Fylkisstúlkur skoruðu svo 3 síðustu mörkin í leiknum og lokatölur í kvöld 19-22. Síðari hállfleikur bara góður, vörnin góð og Nadía að verja vel. Ragnheiður var að mestu klippt úr en setti samt góð mörk, Lísa var dugleg á línunni og átti mjög góðan leik, setti mörk og bjó til pláss fyrir aðra leikmenn.  Það sem setti sérstakan  svip á leikinn var að Ásta Birna og Steinunn fengu báðar rautt spjald, báðar eftir að hafa fengið 3x tvær mín. Hörkutól þessar stelpur okkar og snýir okkur að það er verið að berjast á fullu.  Dómarar leiksins fá hins vegar ekki háa einkunn, hafa oft gert betur.  Þetta þýðir að við erum komnar í undanúrslit og mætum þar sigurvegurum í leik Stjörnunna og Vals.  Fyrsti leikur í undanúrslitum verður ekki fyrr en fimmtudaginn 23. apríl á heimavelli, þangað til bíðum við spennt.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!