fbpx
Oli vefur

Tap í síðast leik strákanna okkar í vetur.

stefán BGarðarVið FRAMara lékum á heimavelli í kvöld gegn Val sem var annar leikur liðanna í 8 liða úrslitum Olísdeildarinnar.  Það var vel mætt í FRAMhúsið og það leit út fyrir góða  stemmingu en leikurinn þróaðist því miður þannig að það  var minna úr því.  En vel gert FRAMarar að fjölmenna og þið hafið verið frábær í vetur og ekki allt búið enn.
En leikurinn eins og áður sagði þróaðist ekki eins og við höfðum lagt upp,  við mættu því miður yfir spenntir í þennan leik og ætluðum svo sannarlega að láta finna fyrir okkur. Það snérist algjörleg í höndunum á okkur og við vissu ekki hvort við vorum að koma eða fara á köflum í fyrri hálfleik.  Spennustigið var of hátt fyrir marg í kvöld.  Við byrjuðum fyrstu 5 mín. leiksins vel en síðan lentum við í vandræðum, vörnin tættist út um allt og galopnaðist þannig að við fengum á okkur mörk út um allt. Það er mjög óvenjulegt fyrir okkar lið. Staðan eftir 10 mín. var þó  5-6 en næstu 10 mín voru slæmar fórum illa með færin okkar og vörnin ekki að standa sig. Staðan eftir 20 mín 6-12, skoruðum ekki mark í c.a 10 mín.  Það sem eftir lifði hálfleiks gekk ekkert og við með enginn tök á leiknum.  Staðan í hálfleik 11-20.  Man ekki eftir því að við höfum fengið á okkur 20 mörk í einu hálfleik.  Það mátti því segja að leiknum væri lokið í hálfleik en við erum ekki frægir fyrir að gefast upp.
Síðari hálfleikur byrjaði þokkalega og við náðum aðeins að minnka muninn, staðan eftir 40 mín 15-23. Síðan rúllaði þessi leikur áfram, var aldrei spennandi og munurinn hélst í þetta 9-12 mörkum til loka, lokatölur í kvöld 23-34.
Það var fúllt að enda þetta svona en mér fannst við mæta yfir spenntir í leikinn, misstum tökin á hönum mjög fljótt og náðum aldrei að snúa honum tilbaka.   Við vorum samt að reyna og það verður ekki tekið af okkar drengjum að þeir börðustu til loka.  Vörnin var þokkaleg í síðari hálfleik, sóknin einhæf en gerðum samt 13 mörk, sumir leikmenn okkar ekki að spila vel og markvarslan var því miður í takt við vörnina, ekki nógu góð.
Ég er nú samt stoltur af okkar drengjum og þakka þeim kærlega fyrir tímabilið, það er búið að ganga á ýmsu en við getum verið nokkuð stoltir af vetrinum í heild.  Þetta FRAM lið á framtíðna fyrir sér um það er ég sannfærður.  Nú er bara að nýta tímann vel og vinna í þeim hlutum sem við ætlum að laga fyrir næsta tímabil. Takk fyrir veturinn, FRAMarar eru flottastir.
Það voru tveir snillingar sem léku tímamóta leiki í kvöld,  Stefán Baldvin Stefánsson lék sinn 300 leik fyrir FRAM og Garðar Sigurjónsson leik númer 100. Til hamingju drengir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!