Stelpurnar okkar í fótboltanum léku í dag í Lengjubikarnum og var að venju leikið í Egilshöll. Það var svo sem ekki fjölmenni og það væri gaman að sjá fleiri mæta og styðja stelpurnar, sérstaklega fyrir það að núna erum við FRAMarar að tefla fram fleiri stelpum sem eru uppaldar hjá félaginu og eru að stíga sín fyrstu skref í boltanum. Þið megið ekki misskilja mig, ég hef alltaf verið stoltur af þeim leikmönnum sem hafa spilað fyrir félagið á liðnum árum og gera enn, bara gaman að sjá afrakstur margrar ára vinnu vera að skila leikmönnum alla leið í mfl. FRAM. Sannarlega gleðilegt.
Leikurinn í dag reyndist okkur erfiður og ljóst að það er mikil vinna framundan. Liðið er stutt á veg komið, margir leikmenn frá vegna meiðsla og hafa ekki skilað sér heim. Þeir leikmenn munu ekki koma fyrr en rétt fyrir mót og því er mikilvægt að leyfa okkar ungu stelpum að fá smá þef af því að leika í meistaraflokki. Við höfum verið að bæta í hópinn og það fer að koma betri mynd á liðið þegar nær líður sumri. Meira um það síðar, verið að vinna vel í þeim málum.
Fyrri hálfleikur var erfiður, við áttum á brattan að sækja, fengum á okkur mjög ódýr mörk tvö af þeim mörkum sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik voru nánast gefins. Það er eitthvað sem við eigum eftir að laga. Við fengum sem sagt á okkur 3 mörk í fyrri hálfleik, 0-3 í hálfleik.
Við byrjuðum seinni hálfleik ágætlega og vorum ekkert í vandræðum en svo dróg af okkar leikmönnum og við fengum á okkur 3 ódýr mörk á stuttum kafla undir lok leiksins. Lokatölur í dag 0-6 tap. Við fengum ekki mikið af færum í þessum leik, lékum á köflum ágætlega á milli okkar en þurfum að vera aðeins hressari, þurfum að mæta fyrr á boltann og vera áræðnaðir í okkar aðgerðum.
Þetta kemur allt en við þurfum að æfa vel fram að móti og nýta leikina vel fram að móti. Það eru margir leiki framundan í þessum mánuði. Endilega látið sjá ykkur, næsti leikur verður í Safamýrinni á miðvikudag kl. 18:30, endilega kíkið við og styðum stelpurnar okkar. Flott lið sem við eigum.
ÁFRAM FRAM