Froosh mót FRAM var haldið í Egilshöll sunnudaginn 12.apríl. Þar mættu til leiks stelpur í 6. og 7.flokki þar sem um 330 stelpur frá FRAM, Aftureldingu, ÍR / Leikni, Víkingi, Fylki, Stjörnunni, HK og KR mættu til að leika listir sínar. Hvert lið spilaði 4 leiki og fengu allar stelpur svo medalíu, Froosh drykk og Popcorners poka að móti loknu. 4 fl kvk í FRAM / Aftureldingu ásamt foreldrum sáu um veitingasölu á mótinu og foreldrar um dómgæslu.
Það var mikið líf og fjör innan vallar sem utan í Egilshöll á sunnudag enda var spilað á 8 völlum í einu. Teknar voru myndir yfir daginn sem og liðsmyndir í lok móts við verðlaunaafhendingu sem finna má á þessari slóð.
https://www.flickr.com/photos/99255499@N07/sets/72157649601126053/
Mótið heppnaðist eins og áður segir sérlega vel og fóru allir kátir og hressir heim að móti loknu. Við FRAMarar þökkum öllum þeim sem komu að mótinu fyrir aðstoðina og öllum þeim sem mættu fyrir komuna.
Sjáumst öruggleg að ári.
ÁFRAM FRAM