Við FRAMarar vorum að ganga frá samningum við 5 leikmenn meistarflokks kvenna í fótbolta. Um er að ræða samninga til eins árs en allir þessir leikmenn hafa leikið fyrir FRAM á liðnum árum.
Birna Sif Kristinsdóttir hefur leikið með FRAM frá 2010, er uppalinn í FRAM en lék um tíma með Fjölni og Stjörnunni. Brina hefur verið fasta maður í FRAMliðinu síðan 2010 og einn okkar albesti leikmaður á liðnum árum.
Jóna Ólafsdóttir gekk til lið við FRAM árið 2010 og lék með okkur til ársins 2014 þegar hún lék á heimaslóðum. Jóna er gríðalega traustur leikmaður og mikill fengur að fá hana aftur til liðs við FRAM.
Anna Marzellíusardóttir, Hildur Hálfdánardóttir og Margrét Regína Grétarsdóttir gengu allar til liðs við FRAM árið 2014 frá BÍ. Hildur lék hinsvegar ekkert með liðinu árið 2014 hélt aftur á heimaslóðir en Anna og Margrét Regína voru fastamenn í meistaraflokki FRAM á síðasta tímabili. Það er mikill fengur að það sé núna staðfesta að allir þessir leikmenn ætli að leika með FRAM í sumar.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email