fbpx
Guðrún Ósk vefur

Guðrún Ósk Maríasdóttir gerir tveggja ára samning við FRAM

Guðrún ÓskHandknattleiksdeild FRAM og Guðrún Ósk Maríasdóttir hafa gert með sér samning um að Guðrún Ósk leiki með meistaraflokki FRAM næstu tvö keppnistímabilin.
Guðrún Ósk er fædd í mars 1989 og er því ný orðin 26 ára. Guðrun Ósk er ekki ókunnug  í Safamýrinni, en hún lék með FRAM veturinn 2011 – 2012 og fram eftir vetri 2012 – 2013, þangað til hún tók sér hlé frá handknattleiksiðkun vegna barneigna.  Guðrún lék á þessum árum u.þ.b. 30 leiki fyrir FRAM.
Guðrún Ósk hefur leikið tvö síðustu tímabil í herbúðum FH. Guðrún Ósk hefur átt sæti í landsliði Íslands undanfarin ár og á að baki 23 landsleiki. Samningur Handknattleiksdeildar FRAM og Guðrúnar er til tveggja ára eða út leiktímabilið 2016 – 2017.
Handknattleiksdeild FRAM lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa endurheimt Guðrúnu Ósk í leikmannahóp meistaraflokks kvenna hjá FRAM.  Velkomin Guðrún Ósk

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!