Handknattleiksdeild FRAM og Guðrún Ósk Maríasdóttir hafa gert með sér samning um að Guðrún Ósk leiki með meistaraflokki FRAM næstu tvö keppnistímabilin.
Guðrún Ósk er fædd í mars 1989 og er því ný orðin 26 ára. Guðrun Ósk er ekki ókunnug í Safamýrinni, en hún lék með FRAM veturinn 2011 – 2012 og fram eftir vetri 2012 – 2013, þangað til hún tók sér hlé frá handknattleiksiðkun vegna barneigna. Guðrún lék á þessum árum u.þ.b. 30 leiki fyrir FRAM.
Guðrún Ósk hefur leikið tvö síðustu tímabil í herbúðum FH. Guðrún Ósk hefur átt sæti í landsliði Íslands undanfarin ár og á að baki 23 landsleiki. Samningur Handknattleiksdeildar FRAM og Guðrúnar er til tveggja ára eða út leiktímabilið 2016 – 2017.
Handknattleiksdeild FRAM lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa endurheimt Guðrúnu Ósk í leikmannahóp meistaraflokks kvenna hjá FRAM. Velkomin Guðrún Ósk
ÁFRAM FRAM