fbpx
vefur

Sigur í rokleik í Úlfarsárdalnum

VIð FRAMarar lékum í dag æfingaleik gegn Víkingum úr Ólafsvík á heimavelli okkar í Úlfarsárdalnum.

Óhætt er að segja að það hafi blásið hressilega á leikmenn og áhorfendur í dag og lékum við undan sterkum vindi í fyrri hálfleik. Jafnræði var með liðunum og mesta furða hvað mönnum tókst á köflum að ná upp góðu spili við erfiðar aðstæður.

Byrjunarlið okkar FRAMara var þannig skipað í dag að Sigmar Ingi var í markinu. Í vörninni voru Hafþór Mar, Tryggvi Bjarna, Ingiberg Ólafur og Sigurður Friðriks. Á miðjunni voru Orri, Einar Bjarni og Sigurður Þráinn. Á köntunum voru Stefán Birgir og Brynjar Ben og fremstur var Eyþór Helgi.

Mynd 2Eyþór Helgi var sínum gömlu félögum erfiður í dag og kom okkur Frömurum yfir í fyrri hálfleik með laglegu marki eftir gott samspil upp vinstri helming vallarins.  Staðan í hálfleik 1-0.

Eyþór Helgi jók forskotið í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Ólafsvíkingum tókst ekki að minnka muninn en bæði lið fengu þó færi til að skora fleiri mörk.  Sigmar Ingi bjargaði nokkrum sinnum vel í marki okkar FRAMara og að sama skapi hefðum við með smáheppni getað bætt við mörkum.

Við FRAMarar höfum nú unnið tvo leiki í röð og liðið er smám saman að slípast til og nýju leikmennirnir okkar eru að komast betur og betur inn í hlutina. Nokkrir leikmenn voru frá vegna smávægilegra meiðsla í dag en það sem skiptir mestu máli er að liðið verði klárt í slaginn í fyrsta leik 1.deildarinnar sem verður gegn sterku liði KA-manna á Akureyri laugardaginn 9.maí.

Áfram FRAM!

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!