fbpx
vefur

Sigur í rokleik í Úlfarsárdalnum

VIð FRAMarar lékum í dag æfingaleik gegn Víkingum úr Ólafsvík á heimavelli okkar í Úlfarsárdalnum.

Óhætt er að segja að það hafi blásið hressilega á leikmenn og áhorfendur í dag og lékum við undan sterkum vindi í fyrri hálfleik. Jafnræði var með liðunum og mesta furða hvað mönnum tókst á köflum að ná upp góðu spili við erfiðar aðstæður.

Byrjunarlið okkar FRAMara var þannig skipað í dag að Sigmar Ingi var í markinu. Í vörninni voru Hafþór Mar, Tryggvi Bjarna, Ingiberg Ólafur og Sigurður Friðriks. Á miðjunni voru Orri, Einar Bjarni og Sigurður Þráinn. Á köntunum voru Stefán Birgir og Brynjar Ben og fremstur var Eyþór Helgi.

Mynd 2Eyþór Helgi var sínum gömlu félögum erfiður í dag og kom okkur Frömurum yfir í fyrri hálfleik með laglegu marki eftir gott samspil upp vinstri helming vallarins.  Staðan í hálfleik 1-0.

Eyþór Helgi jók forskotið í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Ólafsvíkingum tókst ekki að minnka muninn en bæði lið fengu þó færi til að skora fleiri mörk.  Sigmar Ingi bjargaði nokkrum sinnum vel í marki okkar FRAMara og að sama skapi hefðum við með smáheppni getað bætt við mörkum.

Við FRAMarar höfum nú unnið tvo leiki í röð og liðið er smám saman að slípast til og nýju leikmennirnir okkar eru að komast betur og betur inn í hlutina. Nokkrir leikmenn voru frá vegna smávægilegra meiðsla í dag en það sem skiptir mestu máli er að liðið verði klárt í slaginn í fyrsta leik 1.deildarinnar sem verður gegn sterku liði KA-manna á Akureyri laugardaginn 9.maí.

Áfram FRAM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!