Stefán Baldvin Stefánsson hefur framlengt samning sinn við FRAM og mun leika með félaginu næsta árið hið minnsta. Stefán Baldvin sem er fæddur árið 1981, skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við FRAM. Stefán hefur alla tíð leikið með FRAM og er einn af þeim leikmönnum sem getur borið titilinn „Herra FRAM“. Stefán er gríðarlega reyndur og hefur leikið yfir 300 leiki fyrir félagið. Stefán er mikill íþróttamaður og hefur verið lykil leikmaður í félaginu síðastliðin áratug eða svo, það er því sérstakt fagnaðarefni að Stefán muni spila fyrir FRAM allavega næsta árið.
Handknattleiksdeild FRAM