Stelpurnar okkar í mfl. kvenna hófu leik í seríu tvö, undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í kvöld. Leikið var í Safamýrinni, vel mætt að vanda og stuðningur FRAMarar góður. Gaman að sjá húsið svona þétt setið og líf í húsinu. Það þarf að vinna 3 leiki í undanúrslitum og það er ljóst að þessi lið gætu átt eftir að leika nokkra leik í þessari seríu.
Fyrri hálfleikur byrjaði vel og mikill hraði í leiknum, liðin að gera full mikið af tæknifeilum en það er því miður hluti af leiknum þegar kappið er svona mikið. Kannski eitthvað sem við þurfum að laga í okkar þjálfun í dag, auka vægi tækniþjálfunar en við löguðum það ekki í kvöld. Við FRAMara voru yfir mestan hlut fyrri hálfleiks en Stjarnan náði þó að komast yfir einu sinni í hálfleiknum. Annars var jafnt á flestum tölum og leikurinn bara skemmtilegur. Við keyrðum nokkuð á hraðanum og því fóru full margar sóknir okkar út og suður en sem betur fer enduðu fleiri sóknir okkar í markinu og staðan í hálfleik 12-11. Skemmtilegur leikur og allt útlit fyrir spennandi seinni hálfleik.
Það reyndist rétt, því liðin héldu sama hraða á leiknum allan leikinn, áfram mikið af misstökum en oft sáust flottar sóknir og varnarleikur liðanna ágætur. Hafdís Lilja Torfadóttir lék allan leikinn fyrir okkur FRAMara og stóð sig frábærlega varði 15-20 skot, eitthvað sem við svo sannalega þurftum á að halda. Við héldum sem sagt okkar forskoti allan síðari hálfleikinn, Stjarnan náði að ég held að jafna 2-3 í hálfleiknum en náðu aldrei að komast yfir. Við kláruðum svo leikinn, lokatölur 21-20, gríðarlega góður sigur á heimavelli. Markaskorun í dag var var nokkuð dreifð en Hulda og Ragnheiður sem 5 mörk aðrir minna. Maður leiksins var hins vegar Hadís Lilja sem þurfti að standa í markinu allan leikinn í fjarveru Nadíu Bordon sem meiddist í landsliðsverkefni með Angentínu. Eins og staðan er í dag er ekkert vitað hvort Nadía getur leikið meira fyrir FRAM á þessu tímabili en verið að kanna hversu meiðslin eru í raun alvarlega. Sannarlega flott innkoma hjá Hafdísi. FRAMliðið á hrós skilið fyrir leikinn í dag, allir okkar leikmenn á fullu frá fyrstu mínútu og baráttan til fyrirmyndar. Þurfum að mæta með þetta hugarfar í næsta leik og þá getur allt gerst.
Staðan núna er 1-0, þessi leikur er bara hluti af stærra verkefni, næsti leikur er á laugardag kl. 16:00 í Mýrinni í Garðabæ. Þar þurfum við á ykkur öllum að halda, sjáumst í Mýrinni.
ÁFRAM FRAM