FRAM fór í Garðabæinn í dag og lék þar við lið Stjörnunar í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu liðanna í OLÍS deildinni.
Það var jafnræði með liðunum fyrst 15 mínúturnar en eftir það tók Stjarnan völdin á vellinum og var yfir 13 – 8 í hálfleik. FRAM byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og minnkaði muninn í 18 – 15 en þá náði Stjarnan aftur að auka muninn og sigraði nokkuð örugglega 23 – 18.
FRAM var ekki að spila nógu vel í dag. Vörnin var að vísu þokkaleg en sóknin gekk illa og allt of mikið gert af mistökum.
Mörk FRAM skoruðu: Guðrún Þóra 3, Elísabet 3, Steinunn 3, Marthe 2, Íris 2, María 2, Hekla 1, Ragnheiður 1, Ásta Birna 1.
Hafdís Lilja stóð í markinu lengst af og varði 10 skot. Heiðrún Dís kom í markið í lokin og varði 2 skot.
Þriðji leikurinn verður í Safamýrinni á mánudaginn kemur kl. 19:30
Áfram FRAM