fbpx
Hekla gegn Fylki vefur

Tap gegn Stjörnunni í kvöld

lisaFRAM fór í Garðabæinn í dag og lék þar við lið Stjörnunar í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu liðanna í OLÍS deildinni.

Það var jafnræði með liðunum fyrst 15 mínúturnar en eftir það tók Stjarnan völdin á vellinum og var yfir 13 – 8 í hálfleik. FRAM byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og minnkaði muninn í 18 – 15 en þá náði Stjarnan aftur að auka muninn og sigraði nokkuð örugglega 23 – 18.

FRAM var ekki að spila nógu vel í dag. Vörnin var að vísu þokkaleg en sóknin gekk illa og allt of mikið gert af mistökum.

Mörk FRAM skoruðu: Guðrún Þóra 3, Elísabet 3, Steinunn 3, Marthe 2, Íris 2, María 2, Hekla 1, Ragnheiður 1, Ásta Birna 1.

Hafdís Lilja stóð í markinu lengst af og varði 10 skot. Heiðrún Dís kom í markið í lokin og varði 2 skot.

Þriðji leikurinn verður í Safamýrinni á mánudaginn kemur kl. 19:30

Áfram FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!