fbpx
Hadís Lilja

Flottur FRAM sigur á Stjörnunni í 3 leik

lisaStelpurnar okkar í handboltanum léku í kvöld leik númer 3 í rimmu sinni gegn Stjörnunni í undanúrslitum Íslandsmótsins, Olísdeildinni.   Leikið var í Safamýrinni, vel mætt að vanda og bara stuð og semming á pöllunum í kvöld.  Svona ætti þetta að vera alltaf, á öllum leikjum FRAM í öllum greinum.
Leikurinn í kvöld byrjaði hægt en átti eftir að stig magnast.  Fyrstu 10 mín leiksins voru rólegar og liðin að ná úr sér mesta hrollinum. Staðan eftir 10 mín 2-1.  En þá má segja að leikurinn hafi byrjað fyrir alvöru,  hraðinn jókst  og við tók allt annar leikur. Liðin skiptust á að skora og jafnt á öllum tölum, staðan eftir 20 mín 6-6. Full mikið að mistökum en leikurinn að batna til muna. Þá má segja að liðin hafi loks sett á fullt og mikið fjör síðustu 10 mín hálfleiksins, þá litu dagsins ljós mörk úr allsskonar færum og leikurinn stórskemmtilegur.  Staðan í hálfleik 13-11.  Mér fannst heldur minna af misstökum í þessum hálfleik en í fyrsta leiknum hér í Safamýrinni og síðustu 10 mín leiksins gáfu fullt tilefni til tilhlökkunnar fyrir þann síðari.
Síðari hálfleikur byrjað vel fyrir okkur FRAMara, náðum strax  4 marka forrustu 15-11 og það má segja að við höfum þar lagt grunninn að sigrinum í kvöld. Við lékum ljómandi vel á fyrstu 10 mín hálfleiksins.  Síðan jafnaðist leikurinn og  næstu 10 mín héldum við sjó að mestu, heldum Stjörnu stelpum í   2-3 mörkum staðan eftir 50 mín 20-17.  Við náðum aftur fjórum mörkum eftir 54 mín en misstum þá tvo leikmenn af velli og það riðlaði okkar leik aðeins. Við náðum svo að halda leikinn út lönduðum verðskulduðum sigri 23-21.
Við lékum vel í kvöld, vörnin var nokkuð góð og Hafdís var stór góð í markinu varð örugglega um 20 skot, þar af 3 vítaköst.  Vel gert Hafdís.  Sóknin var þokkaleg,  dálítið rokkandi en Lísa var góð á línunni og Ásta mjög hreyfanleg. Það vantar kannski smá yfirvegun í sóknarleikinn, vel skiljanlegt að Ásta sé enn að átta sig á þessu öllu, ekki mjög reynd í þessari stöðu þó hún sé búinn að spila handbolta í 100 ára.  Flottur sigur í kvöld og það verður spennandi að mæta í Mýrina á fimmtudag.  Næsti leikur er sem sagt í Mýrinni á fimmtudag kl. 19:30. Hvetjum alla FRAMara til að láta sjá sig og styðja stelpurnar, þær voru flottar í kvöld.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0