Daði Guðmundsson sem er leikjahæsti leikmaður Fram frá upphafi hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélagið sitt. Samningurinn gildir út komandi leiktíð. Daði sem er 34 ára hefur alla sína tíð spilað með Fram en hann á nú að baki 390 leiki í meistarflokki í öllum mótum. Fyrsta leikinn lék hann árið 1997 þegar hann kom inn á sem varamaður í 3-2 sigurleik gegn Stjörnunni. Hann fór fram úr Pétri Ormslev (372) sem leikjahæsti leikmaður Fram árið 2013. Sleppi Daði við meiðsl má gera ráð fyrir að hann rjúfi 400 leikja múrinn í sumar. Það er fengur fyrir Fram að njóta reynslu og krafta Daða í 1. deildinni í sumar.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email