Strákarnir okkar í 4. fl. karla léku í morgun til úrslita á Íslandsmótinu í handbolta. Leikið var í Kaplakrika en FH tók að sér að sjá um alla úrslitaleiki Íslandsmótsins í ár. Flott umgjörð hjá FH-ingum og umgjörð leiksins öll til fyrirmyndar. Úrslitaleikurinn í dag var gegn heimamönnum í FH og mikil spenna í drengjunum enda ekki á hverjum degi sem leikmenn komast í þá stöðu að spila úrslitaleiki á Íslandsmóti.
Við FRAMarar byrjuðum leikinn í dag vel og lékum fyrri hálfleikinn vel. Náðum fljótlega frumkvæði í leiknum,þó var jafnt á flestum tölum lengi framan af. Í stöðunni 8-8 náðum við góðum kafla, komumst í 10-8 og kláruðum hálfleikinn með stæl staðan í hálfleik 13-10.
Síðari hálfleikur byrjaði vel og við náðum góðu forskoti, mest 6 eða 7 mörkum 20-14 eftir c.a 10 mín leik. Mjög flottur kafli hjá okkar mönnum. Síðan jafnaðist leikurinn aðeins og FH-ingar gerðu smá áhlaup á okkur og náðu að minnka muninn í 4 mörk. Við náðum aftur að auka muninn og komst í 26-21 en þá kom vondur kafli hjá okkar mönnum sem klúðruðu 4 sóknum í röð og FH náði að minnka muninn í 2 mörk, allt á suðupunkti í Krikanum. Loka mínútur leiksins voru svo stórskemmtilegar, gríðarleg spenna, við alltaf á undan að skora en munurinn aldrei nema 1-2 mörk. Við náðum að lokum að landa glæsilegum sigri 28-27. FRAM Íslandsmeistari í 4.fl.ka. 2015.
Til hamingju strákar og allir FRAMarar, flott afmælisgjöf til félagsins sem er 107 ára í dag.
Strákarnir léku vel í dag, Unnar og Már áttu sérlega flottan leik og var Unnar Steinn Ingvarsson valinn maður leiksins, drengurinn setti 9 mörk og átti það svo sannarlega skilið. Már setti líka 9 mörk, aðrir leikmenn skiluðu sínu og það var liðsheildin sem vann þennan leik.
Til hamningju með Íslandsmeistara titilinn strákar.
ÁFRAM FRAM
P.s það koma inn myndir á http://frammyndir.123.is/ í dag, fylgist með, Jói Kristins var á svæðinu og fangaði spennuna.